Heimili á nýjum stað tryggir vernd þeirra allra viðkvæmustu.
Fleiri en 1,4 milljónir flóttamanna sem nú búa í 62 móttökulöndum munu þurfa ný búsetuúrræði á næsta ári samkvæmt nýjustu áætlun sem UNHCR, Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, gaf út á árlegu málþingi um búferlaflutninga sem fram fór í dag.
„Þar sem eitt prósent mannkyns hefur flutt nauðungarflutningum og yfirgnæfandi meirihluti þeirra býr í þróunarlöndum, sem glíma einnig við sínar eigin áskoranir, eykst þörf fyrir vernd en þó fjölgar lausnum lítið. Lönd þurfa að gera meira og aðstoða okkur við að finna örugg heimili fyrir einstaklinga sem þarfnast þess lífsnauðsynlega,“ sagði Filippo Grandi, flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, sem tekur þátt í árlegum þríhliða samráðsfundi um búferlaflutninga í þessari viku.
Í ár er ráðstefnan haldin í samstarfi við stjórnvöld í Kanada og Kanadíska flóttamannaráðið og fer hún fram með rafrænum hætti.
Samkvæmt skýrslu um þörf fyrir búsetu í nýju landi 2021, sem kynnt var í dag á samráðsfundinum, er sýrlenskt flóttafólk á meðal þeirra sem eru í mestri hættu og hafa mesta þörf fyrir ný búsetuúrræði. Í fimmta árið í röð eru Sýrlendingar sú þjóð þar sem flestir þurfa ný búsetuúrræði (41 prósent) en þar á eftir kemur flóttafólk frá Suður-Súdan (9 prósent) og Kongó (9 prósent).
„Þrátt fyrir COVID-19 heimsfaraldurinn hafa átök og ofsóknir ekki stöðvast og fólk um allan heim heldur áfram að flýja heimili sín í leit að öryggi,“ sagði Grandi.
„Búferlaflutningar geta aldrei verið lausn fyrir alla flóttamenn heimsins, en fyrir þá fáu sem eru í mestri hættu getur það skilið á milli lífs og dauða.“
Búferlaflutningar fela í sér flutning flóttafólks frá hælislandi til lands sem hefur samþykkt að taka við því og veita varanlega búsetu. Þannig flutningar aðstoða við að tryggja vernd þeirra sem gætu verið í lífshættu eða sem eru með sértækar þarfir sem ekki er hægt að uppfylla í landinu þar sem leitað var verndar.
Þróunarlönd hýsa 85 prósent flóttafólks í heiminum. Ef staðsetning hælis er skoðuð eru það einstaklingar í Austur- og Norðaustur-Afríku sem hafa mesta þörf fyrir búferlaflutninga. Þar á eftir kemur Tyrkland, þar sem 3,6 milljónir flóttamanna búa, Miðausturlönd, Norður-Afríka, Mið-Afríka og svæðið vestan Viktoríuvatns.
Eitt af helstu markmiðum alþjóðlegrar samþykktar um málefni flóttamanna er að deila ábyrgð og sýna samstöðu með ríkjum sem taka á móti mörgum flóttamönnum og auka möguleika flóttafólks á því að flytja til annarra landa með búferlaflutningum og viðbótarleiðum, þar á meðal fyrir fjölskyldur, starfsfólk og nemendur.
Á síðasta ári kynntu Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og samstarfsaðilar þess þriggja ára stefnu um búferlaflutninga og viðbótarleiðir sem gerir ráð fyrir að árið 2028 hafi ein milljón flóttamanna flust búferlaflutningum og tvær milljónir flóttamanna komið til nýs lands með viðbótarleiðum. Til að ná þessu markmiði þurfa fleiri lönd að taka þátt í búferlaflutningum og bjóða flóttafólki að koma.
Árið 2019 buðu 26 lönd 107.800 flóttamönnum búsetuúrræði, en þar af höfðu næstum 64.000 notið aðstoðar Flóttamannastofnunarinnar. Á þessu ári hafa ríki gert Flóttamannastofnuninni kunnugt um aðeins 57.600 staði fyrir einstaklinga sem flytjast búferlaflutningum. Því miður mun COVID-19 hafa áhrif á að hægt verði að flytja á alla þessa staði.
„Ég hvet öll lönd til að grípa til aðgerða og leggja sitt af mörkum til að styðja við flóttafólk sem er viðkvæmast, þar á meðal með búferlaflutningum, neyðaraðstoð til borgara og öðrum aðgangsleiðum, auk ráðstafana vegna menntunar, starfa og sameiningar á fjölskyldum. Þörfin fyrir samstöðu er meiri en nokkru sinni,“ sagði Grandi.
Deila á Facebook Deila á Twitter