Verkefni á þessu aldursbili beinast að því að ýta undir gagnrýna hugsun hjá nemendum. Nákvæmar staðreyndir og gögn frá áreiðanlegum heimildum eru veittar til þess að auka skilning á málefni flóttafólks, umsækjenda um alþjóðlega vernd og farandfólks.
Nemendur eru hvattir til að taka að sér verkefni til að innleiða þekkingu sína í daglega reynslu sína og eru beðnir um að hugsa um hvernig líf þeirra tengist lífi flóttafólks, umsækjenda um alþjóðlega vernd, farandfólks og ríkisfangslausra í samfélögum sínum og á heimsvísu.
Hvatt er til hópa- og einstaklingsvinnu til að efla tilfinningu um akademískt sjálfstæði með stuðningi kennara.
Grunnhugtök
Á þessu aldursbili er mælt með því að nemendum séu kennd grunnhugtök um málefni flóttafólks, umsækjenda um alþjóðlega vernd og farandfólks, þar sem þau hugtök veita grunn að frekari skilning um málefnið.
Skref 1 – Horfðu á myndskeiðin
Mælt er með því að kennarar og nemendur horfi fyrst á útskýringarmyndskeiðin um flóttafólk, farandfólk, fólk á flótta innanlands og umsækjendur um alþjóðlega vernd (í þessari röð).
Skref 2 – Parið myndskeiðin og kennslublöðin saman
Notið tilheyrandi kennslublöð til að setja saman kennsluáætlun. Fyrir hvert grunnhugtak, er gott að einbeita sér að því hvar fólk er (í eigin landi eða ekki), hvers vegna það er þar sem það er (ástæður fyrir að vera á flótta eða fyrir flutningum) og hver réttindi þeirra eru. Hvert myndskeiðsverkefni tekur rúmlega 15 mínútur. Hægt er að para myndskeiðin við annað kennsluefni.
Skref 3 – Bekkjarumræða
Fyrir eldri nemendur eða fyrir bekki þar sem umræður henta að þá er hægt notast við bekkjar umræðublöð til að skipuleggja hópumræður um málefnin sem tekin eru fyrir í myndskeiðunum.
Flóttafólk
Að vera á flótta innanlands
Farandfólk
Umsækjandi um alþjóðlega vernd
Rannsaka málefni og gagnrýnin hugsun
Fyrir þennan aldurshóp geta kennarar bætt við æfingum til að rannsaka málefni og ýta undir gagnrýna hugsun í skipulagningu kennslustundanna. Hægt er að para saman kennslustund og aðlaga lengd kennslustundarinnar með því að nota gögnin hér að neðan.
Hvaðan kemur flóttafólk?
Réttindi flóttafólks
Hvert fer flóttafólk?
Hver aðstoðar flóttafólk?
Leiðbeiningar um skólaverkefni
Til þess að færa hið flókna viðgangsefni flóttafólks, umsækjenda um alþjóðlega vernd og farandfólks nær daglegu lífi 15 til 18 ára ungmenna getur þú valið nokkur verkefni úr kennsluleiðbeiningunum hér að neðan. Verkefnin eru mislöng og hægt er að samþætta þau inn í ýmis kennsluumhverfi og staðsetningu, innan veggja skólans eða í nánasta umhverfi hans.
Myndskeiðsæfing
Horfið á myndskeiðið með nemendum og notið kennslublaðið til þess að framkvæma verkefni og spyrja nokkurra spurninga. Verkefnin taka á bilinu 15-30 mínútur.
Saga Omar
Omar er 17 ára. Faðir hans Ziad og móðir hans Maha og þrír bræður hans og tvær systur flúðu frá Sýrlandi til Jórdaníu, þar sem þau bjuggu sem flóttamenn í nokkur ár. Omar man hvernig hann og faðir hans þurftu að vinna alls konar vinnu til að lifa af. Fjölskyldan fékk loksins aðsetur I Lúxemborg. Omar fer nú í skóla eins og jafnaldrar hans. Honum finnst mjög gaman í líkamsrækt og að skrásetja umhverfi sitt með myndavélinni sinni.