Velgjörðarsendiherrar

Velgjörðarsendiherrar okkar eru meðal þekktustu andlita Flóttamannastofnunarinnar og meðal þeirra eru leikararnir Cate Blanchett, Ben Stiller og Kristin Davis, rithöfundurinn Khaled Hosseini og Ólympíufarinn Yusra Mardini. Þau hjálpa til við að vekja athygli á Flóttamannastofnuninni og málstað okkar um allan heim með áhrifum sínum, áhuga og mikilli vinnu.

Sjá má lista yfir alla velgjörðarsendiherrana hér 

Ben Stiller – Velgjörðarsendiherra Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna

Leikarinn Ben Stiller stutt við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna síðan snemma árs 2016. Í gegnum árin hefur hann ferðast með UNHCR að hitta flóttamenn í Þýskalandi, Jórdaníu, Gvatemala og Líbanon, ásamt því að styðja mörg verkefni og herferðir með því að tala fyrir réttindum flóttafólks og enn fremur hjálpað til við að upphefja rödd þeirra í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum. Stiller var skipaður velgjörðarsendiherra Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna í júlí 2018.

Á alþjóðlega flóttamannadeginum 2022 heimsótti Ben Stiller Pólland og Úkraínu þar sem hann hitti þá sem þurftu að flýja heimili sín. Þar kallaði Stiller eftir brýnum alþjóðlegum stuðningi og fjármögnun, ekki aðeins fyrir þá sem urðu fyrir áhrifum vegna innrásarinnar í Úkraínu, heldur einnig fyrir allar þær 100 milljónir um allan heim sem hafa neyðst til að flýja.

Mikilsmetið stuðningsfólk

Flóttamannastofnunin nýtur einnig góðs af miklum fjölda mikilsmetins stuðningsfólks. Má þar nefna leikarann Stanley Tucci og leikkonuna Gugu Mbatha-Raw og söngvarann MIKA. Það styður starf stofnunarinnar með því að nýta áhrif sín og krafta til að safna fé og vekja athygli á málefnum flóttafólks, auk þess að gefa flóttafólki tækifæri til að tjá sig.

Sjá má heildarlista yfir mikilsmetið stuðningsfólk hér (á ensku).