Reykjanesbær verður fyrsta #WithRefugees borgin á Íslandi
Reykjanesbær, þriðji stærsti bær landsins, er orðin fyrsti þéttbýlisstaðurinn á Íslandi til að taka þátt í #WithRefugees samstöðuverkefni flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR).
Bærinn á sér langa sögu þar sem flóttafólki hefur verið hjálpað að setjast að í samfélaginu og þeim veitt þjónusta um leið og þau eru studd og hvött til að skapa sjálfum sér og börnum hamingjusamt líf. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson, er stoltur af því að taka þátt í samstöðuátaki #WithRefugees borga.
„Reykjanesbær fagnar fjölbreytileika í samfélaginu og gerir öllum borgurum kleift að skapa sér gott líf, svo hvert einasta barn geti tekið að fullu þátt í samfélaginu,“ útskýrir hann.
Fjórðungur af um það bil 20.000 íbúum bæjarins hefur erlent ríkisfang.
#WithRefugees samstöðuátak borga styður Alþjóðasamning um flóttamenn (e. Global Compact on Refugees) með því að virkja samfélagið allt. Herferðin býður borgum og sveitarfélögum alls staðar í heiminum sem vinna að því að stuðla að aðlögun og stuðningi við flóttafólk og við að leiða samfélög saman, að skrifa undir samstöðuyfirlýsingu. Reykjanesbær hóf þátttöku í átakinu í lok árs 2019.
Bærinn hefur í mörg ár unnið að því að tryggja aðlögun og stuðning flóttamanna innan samfélagsins. Árið 2004 var Reykjanesbær fyrsta sveitarfélagið á Íslandi til að veita umsækjendum um alþjóðlega vernd aðstoð, eftir samkomulag við Útlendingastofnun. Síðan 2014 hefur Reykjanesbær veitt umsækjendum lofsverðan stuðning með áherslu á fjölskyldur og viðkvæma hópa. Eftir að hafa fengið alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum hafa margir gert Reykjanesbæ að heimili sínu.
Henrik M. Nordentoft, fulltrúi flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna í Norður-Evrópu, býður Reykjanesbæ velkominn í sterkan hóp yfir 200 bæjarstjóra um allan heim.
„Opin samfélög eru lykilatriði í að tryggja að flóttamenn geti endurheimt líf sitt og lagt sitt af mörkum til hins nýja samfélags. Reykjanesbær hefur sýnt frábært fordæmi um hvernig hægt er að láta flóttafólki finnast það vera með og vera stutt af sinni nýju borg og landi og ég vona að aðrar íslenskar og norrænar borgir muni taka sér Reykjanesbæ til fyrirmyndar og hjálpi til við að breiða út þennan boðskap um samstöðu,“ segir hann.
Page 1 of 2
-
Flóttamannastofnun SÞ þakkar Íslandi stuðninginn við aðstoð og vernd á flóttafólki um allan heim
01.02.2023Á árinu 2022, tvöfaldaði Ísland fjárframlag sitt til UNHCR, Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.
-
Umsögn um íslenskar lagabreytingar frá UNHCR
22.11.2022UNHCR, Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, hefur lagt til umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga. Lagabreytingarnar fela í sér ýmsar breytingar meðal annars á málsmeðferð vegna endurtekinna umsókna um alþjóðlega vernd, málsmeðferð umsækjanda um alþjóðlega vernd og fjölskyldusameiningu. og leggur Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna fram í athugasemdum sínum […]
-
Öflugur og tímanlegur stuðningur við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur hjálpað milljónum landflótta Úkraínumanna
19.09.2022Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin brugðust hratt við og veittu stuðning sem gerði Flóttamannastofnuninni kleift að veita bæði tafarlausa og langvarandi aðstoð við fólk sem flýr stríðið í Úkraínu.
-
Milljónir barna og ungmenna á flótta eru enn utan skóla – Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna kallar eftir því að þau fái aðgang að menntakerfum
13.09.2022Aðgangur að öllum menntastigum, allt frá frumbernsku til æðri menntunar, veitir mikilvæga vernd og þjálfun til að efla framtíðarmöguleika ungs flóttafólks sem hefur þurft að flýja heimili sín vegna stríðsátaka, ofbeldis og ofsókna. Engu að síður eru börn og ungmenni á flótta eftirbátar annarra jafnaldra sinna á öllum menntunarstigum, eins […]
-
Flóttafólk á Íslandi sækir sér menntun með aðstoð sjálfboðaliða úr röðum námsmanna
18.05.2022Átaksverkefnið „Student Refugees“ veitir flóttafólki og hælisleitendum á Íslandi aðstoð og leiðsögn við að sigrast á hindrunum sem mæta þeim innan menntakerfisins.
-
Úkraína: fjöldi flóttamanna kominn yfir 4 milljónir
31.03.2022Fleiri en fjórar milljónir Úkraínumanna hafa nú flúið land undan innrás Rússa. UNHCR, Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna, segir að nú hafi rúmar fjórar milljónir og nítján þúsund flúið Úkraínu til nágrannaríkjanna frá því Rússar réðust inn í landið 24.febrúar. Rúmlega 2.3 milljónir hafa leitað hælis í Póllandi. Þá hafa 6.5 milljónir […]
-
Fjölskylda frá Írak fær dvalarleyfi og hefur nýtt líf á Íslandi
19.01.2022Flóttafólki er hjálpað að aðlagast og hefja nýtt líf í nýrri alhliðaþjónustu í Reykjanesbæ.
-
Fréttatilkynning um skýrslu um stöðu menntunar
04.11.2021Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna kallar eftir alþjóðlegu átaki til að tryggja framhaldsskólamenntun fyrir börn og ungmenni á flótta, í ljósi þess að skráning þeirra í skóla og háskóla er mjög lítil. Ákallið kemur í kjölfar útgáfu á skýrslu flóttamannastofnunarinnar um stöðu menntunar árið 2021, Staying the course: The Challenges Facing Refugee […]
-
Samningurinn um réttarstöðu flóttamanna frá 1951: lífsnauðsynleg vernd fyrir fólk á flótta í 70 ár
28.07.2021Í dag eru liðin 70 ár frá samþykkt samningsins um réttarstöðu flóttamanna frá 1951, en það er mikilvægur alþjóðasamningur. Samkvæmt UNHCR, Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, er nauðsynlegra en nokkru sinni fyrr að endurvekja þær hugsjónir og grundvallaratriði sem liggja að baki hans. „Samningurinn heldur áfram að vernda réttindi flóttafólks um allan […]
-
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna fagnar ákvörðun Íslands um að taka þátt í alþjóðlegum aðgerðum til að binda enda á ríkisfangsleysi
29.01.2021UNHCR, Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, fagnar aðild Íslands að samningum Sameinuðu þjóðanna um ríkisfangsleysi sem eru helstu alþjóðlega sáttmálarnir til að sporna gegn ríkisfangsleysi. „Við fögnum aðild Íslands, sem færir heiminn skrefi nær því að binda enda á ríkisfangsleysi,“ sagði Pascale Moreau, framkvæmdastjóri Evrópuskrifstofu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Í Evrópu búa yfir 500.000 […]