Ein milljón barna á flótta til marks um dapurleg þáttaskil átakanna í Sýrlandi
Ein milljón sýrlenskra barna hefur neyðst til að flýja heimaland sitt sem flóttamenn, en átökin í Sýrlandi hafa nú staðið yfir í um þrjú ár.
„Milljónasta barnið á flótta er ekki bara einhver tala,“ segir Anthony Lake, framkvæmdastjóri Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. „Um er að ræða raunverulagt barn sem hefur verið rifið frá heimili sínu, jafnvel frá fjölskyldu sinni einnig, og hefur þurft að takast á við hörmungar sem við getum aðeins reynt að öðlast skilning á.“
„Skömmin er okkar allra, því á meðan við reynum að lina þjáningar þeirra sem stríðið hefur haft áhrif á, þá ber alþjóðasamfélagið ábyrgð á barninu, en hefur brugðist því. Við eigum að staldra við og spyrja okkur hvernig við getum með góðri samvisku haldið áfram að bregðast börnunum frá Sýrlandi“.
„Það sem er í húfi er ekkert minna en líf og heilsa heillar kynslóðar af saklausu fólki,“ segir Flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, António Guterres. „Ungt fólk í Sýrlandi er að missa heimili sín, fjölskyldu sína og framtíð. Þrátt fyrir að þau finni öruggt skjól handan landamæra, þá hafa þau orðið fyrir áföllum, kljást við þunglyndi og þurfa ástæðu til að halda í vonina.“
Stofnanirnar tvær segja helming allra flóttamanna frá átökunum í Sýrlandi vera börn. Flest hafa flúið til Líbanon, Jórdaníu, Tyrklands, Íraks og Egyptalands. Sýrlendingar flýja jafnframt í auknum mæli til Norður-Afríku og Evrópu.
Nýjustu tölur sýna að meira en 740.000 sýrlensk börn á flótta eru börn yngri en 11 ára.
Samkvæmt Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna hafa um 7.000 börn verið drepin í stríðinu í Sýrlandi. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna telja að meira en tvær milljónir barna séu á vergangi innan landamæra Sýrlands.
Rótleysi vegna flutninga, hræðsla, streita og andlegt álag er aðeins hluti af því sem mörg börn takast á við í stríðinu. Báðar stofnanirnar hafa einnig vakið athygli á hættunum sem steðja að börnum á flótta vegna barnavinnu, barnabrúðkaupa, mögulegrar kynferðislegrar misnotkunar og mansals. Meira en 3.500 börn í Jórdaníu, Líbanon og Írak hafa farið yfir landamæri Sýrlands ýmist fylgdarlaus eða viðskila við fjölskyldur sínar.
Eitt stærsta átak í veitingu alþjóðlegrar neyðaraðstoðar á sér nú stað, en Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hafa samstillt aðgerðir til aðstoðar milljónum fjölskyldna og barna sem eiga um sárt að binda vegna stríðsins.
Sem dæmi má nefna að meira en 1,3 milljónir barna, sem búa í samfélögum flóttamanna í nágrannalöndum Sýrlands, hafa hlotið bólusetningu gegn mislingum á þessu ári, með stuðningi Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna og samstarfsaðila þeirra. Um 167.000 flóttabörn hafa fengið sálræna aðstoð, meira en 118.000 börn hafa getað haldið áfram námi ýmist innan eða utan formlegs skólahalds og meira en 222.000 manns hefur verið úthlutað vatnsbirgðum.
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur séð um skráningu þeirra milljón barna sem nú eru á flótta og þannig auðkennt þau. Stofnunin aðstoðar jafnframt þau börn sem fædd eru í útlegð við að fá útgefið fæðingarvottorð, til að koma í veg fyrir að þau verði ríkisfangslaus. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna tryggir jafnframt að allar fjölskyldur og börn á flótta geti hafist við í öruggu skjóli.
Stofnanirnar tvær eiga hins vegar enn verk fyrir höndum. The Syria Regional Refugee Response plan gerir ráð fyrir að kostnaður vegna grunnþarfa flóttamanna fram til desember mánaðar nemi um þremur milljörðum Bandaríkjadollara, en enn sem komið er hefur aðeinst náðst að safna styrkjum fyrir 38% fjárhæðarinnar.
Kallað hefur verið eftir meira en fimm milljörðum Bandaríkjadollara til neyðaraðstoðar vegna átakanna í Sýrlandi, en mikil þörf er á að bæta menntun, heilsugæslu og aðra þjónustu fyrir börn á flótta og börn í gistisamfélögum. Þá er þörf á að styrkja og efla samstarf um greiningu þeirra barna á flótta sem eru í hættu og að veita þeim, og samfélögunum sem taka á móti þeim, aðstoð.
Frekara fjármagn er hins vegar aðeins hluti af þeim aðgerðum sem eru nauðsynlegar til að mæta þörfum barnanna.
Á sama tíma og brýnt er að auka áherslur á að finna pólitíska lausn á deilunum í Sýrlandi, þá verða aðilar að átökunum að koma í veg fyrir að almennir borgarar verði skotmörk og að börn séu látin berjast. Börn og fjölskyldur þeirra verða að geta flúið Sýrland í öryggi og landamæri verða að haldast opin.
Þeir sem virða þessar skyldur alþjóðlegs mannúðarréttar að vettugi skulu sæta ábyrgð vegna gjörða sinna, segja stofnanirnar.
Page 6 of 6
-
Flóttamönnum og farandfólki fækkar í Evrópu en ekki tilkynningum um misnotkun og dauðsföll
25.08.2017Nýleg skýrsla UNHCR, Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, sýnir samdrátt í fjölda flóttamanna og farandfólks til Evrópu á fyrri helmingi ársins 2017.
-
Stríð, ofbeldi og ofsóknir valda fordæmislausum fjölda flóttafólks
19.06.2017 -
Heimsókn svæðisstjóra Flóttamannastofnunar SÞ
12.04.2017Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, átti í vikunni fund með Piu Prytz Phiri, svæðisstjóra Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna ásamt Sigrúnu Ingibjörgu Gísladóttur, nýskipuðum formanni flóttamannanefndar.
-
Allt að ein milljón gæti flúið Mosul
19.10.2016Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) segist búa sig undir hið versta nú þegar búist er við fjöldaflótta frá borginni Mosul sem Íraksher ætlar að frelsa úr höndum hins svokallaða íslamska ríkis.
-
Ísland styrkir UNHCR um 2.4 milljónir USD
18.10.2016Ísland hefur aukið framlög sín til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) til þess að bregðast við afleiðingum átakanna í Sýrlandi og sýnir um leið samstöðu með flóttafólki og þeim sem flúið hafa heimili sín vegna átakanna í landinu. Framlagið, að upphæð 2.4 milljóna USD, er það stærsta sem íslensk stjórnvöld hafa nokkru sinni veitt til UNHCR. Framlagið verður nýtt til að styðja við flóttamenn innan landamæra Sýrlands en einnig til stuðnings við flóttamenn sem hafast við í flóttamannabúðum í helstu nágrannaríkjum Sýrlands.
-
Fjöldi flóttamanna á heimsvísu fer yfir 50 milljónir í fyrsta sinn síðan í síðari heimsstyrjöldinni
20.06.2014Samkvæmt skýrslu sem Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna birtir í dag hefur fjöldi þeirra sem eru á flótta vegna átaka í heiminum farið yfir 50 milljónir í fyrsta skiptið síðan í síðari heimsstyrjöldinni.