Ísland styður Flóttamannastofnun SÞ með 6,5 milljónum króna vegna átaka í Sýrlandi
Ísland hefur gefið 6,5 milljónir króna (US $ 51.000) til Flóttamannastofnunar SÞ til stuðnings fólks sem flúið hefur átökin í Sýrlandi.
Frá upphafi átakanna í Sýrlandi hafa yfir 660.000 Sýrlendingar flúið til nágrannalandanna. Yfir helmingur þeirra eru börn. Að auki er áætlað að 2,5 milljónir manna hafi flúið heimili sín en séu enn innan Sýrlands. Undanfarna mánuði hefur ofbeldi aukist mikið og gert er ráð fyrir að í lok júní 2013 hafi ein milljón manna flúið til nágrannalandanna. Miklar vetrarhörkur í Sýrlandi og nærliggjandi svæðum gera ástandið enn flóknara og valda fólki frekari erfiðleikum.
„Flóttamannastofnun SÞ óskar nú eftir 493,8 milljónum dollara vegna neyðarástandsins í Sýrlandi. Flóttamannastofnun SÞ þakkar Íslandi fyrir þetta framlag, sem kom í góðar þarfir og mun hjálpa Flóttamannastofnuninni að aðstoða þúsundir Sýrlendinga sem eru illa staddir í vetrarhörkunum,“ segir Pia Prytz Phiri, fulltrúi Sameinuðu þjóðanna fyrir Eystrasaltslöndin og Norðurlöndin.
Í starfsemi Flóttamannastofnunar SÞ í nágrannaríkjunum er lögð áhersla á að skapa flóttamönnum öryggi og hlýju með því að leggja til tjöld sem þola vetrarkulda og auka dreifingu á plastdúk, dýnum, ofnum, hiturum og teppum. Þrátt fyrir óöryggi innan Sýrlands halda starfsmenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar áfram að dreifa mikilvægri aðstoð og hjálpargögnun fyrir veturinn í borgunum Damaskus, Aleppo, Al Hassakeh og Homs.
Flóttamannastofnun SÞ er nær eingöngu fjármögnuð með frjálsum framlögum, aðallega frá ríkisstjórnum.
-
Eitt ár liðið: Stuðningur frá Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum mikilvægur í að hjálpa Úkraínumönnum á flótta
17.02.2023Fjárframlög frá Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum hefur hjálpað til við að veita nauðsynlegan stuðning við fólk sem er á flótta vegna stríðsins í Úkraínu.
-
Öflugur og tímanlegur stuðningur við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur hjálpað milljónum landflótta Úkraínumanna
19.09.2022Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin brugðust hratt við og veittu stuðning sem gerði Flóttamannastofnuninni kleift að veita bæði tafarlausa og langvarandi aðstoð við fólk sem flýr stríðið í Úkraínu.