Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna vi nnur að því að tryggja að allir eigi rétt til þess að leita hælis og finna öruggt skjól, eftir að hafa flúið átök, ofbeldi eða ofsóknir heima fyrir.
Flóttamannastofnunin er nánast að öllu leyti fjármögnuð með frjálsum framlögum. Ísland er traust framlagsríki og samstarfsaðili Flóttamannastofnunarinnar og hefur aukið stuðning sinn umtalsvert á undanförnum árum.
Lestu meira um áhrif framlaga Íslands
Öflugur og tímanlegur stuðningur við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur hjálpað milljónum landflótta Úkraínumanna
Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin brugðust hratt við og veittu stuðning sem gerði Flóttamannastofnuninni kleift að veita bæði tafarlausa og langvarandi aðstoð við fólk sem flýr stríðið í Úkraínu.
Fjármögnun frá Norðurlöndunum veitir vegalausum Jemenum lífsnauðsynlegan stuðning
Fjármögnun frá Norðurlöndunum sem ekki er sérstaklega eyrnamerkt auðveldar Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna að vernda og aðstoða Jemena sem eru fórnarlömb eins umfangsmesta en fjársveltasta neyðarástands sem ríkir í heiminum.