Ríkisstjórnir ákveða hver fær borgararétt. Þar með eru þær ábyrgar fyrir lagalegum umbótum sem nauðsynlegar til þess að takast á við ríkisfangsleysi. En auk Flóttamannahjálparinnar geta aðrar hjálparstofnanir, svæðisbundin samtök, samfélög og ríkisfangslausir einstaklingar einnig lagt lið.
Við verðum öll að vinna saman svo að árangur náist. Hvert þeirra fjögurra sviða sem starf okkar skiptist í – auðkenning, forvarnarstarf, lækkun og vernd- skarast við það sérfræðistarf sem unnið er af hendi hjá öðrum alþjóðlegum stofnunum og frjálsum félagasamtökum, og við reiðum okkur á staðbundna sérfræðiþekkingu samfélagshópa, fræðafólks og mannréttinda- og lögfræðisamtaka. Framlag þeirra gefur okkur færi á að undirbúa og takast á við áhrifamestu úrræðin. Samvinna við aðrar stofnanir Sameinuðu þjóðanna er einnig mikilvæg. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hefur til dæmis lengi unnið að því að bæta skráningu fæðinga og borgara, Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) getur aðstoðað ríkisstjórnir við að móta og framkvæma manntal, og Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) styður við eftirlit mannréttinda ríkisfangslausra einstaklinga.
Að skilja ríkisfangsleysi
Hvernig virkar ríkisfang?
Fólk öðlast yfirleitt ríkisfang við fæðingu, í gegnum foreldra eða fæðingarland. Þrátt fyrir það þarf einstaklingur stundum að sækja sérstaklega um að vera borgari lands.
Hvað er ríkisfangsleysi?
Löglega og alþjóðlega skilgreiningin á ríkisfangsleysi er „einstaklingur sem telst ekki ríkisborgari undir landslögum“. Þetta þýðir einfaldlega að ríkisfangslaus manneskja hefur ekki ríkisfang í neinu landi. Sumir fæðast ríkisfangslausir, en aðrir verða ríkisfangslausir. Það geta verið margar ástæður fyrir ríkisfangsleysi, þar á meðal mismunun á grundvelli uppruna, trúar eða kyns; tilkoma nýrra ríkja og milliríkjadeilur; og eyður í alþjóðlegum lögum. Hver sem orsökin kann að vera þá hefur ríkisfangsleysi alvarlegar afleiðingar fyrir fólk í öllum ríkjum heims.
Hver er orsök ríkisfangsleysis?
1. Ein meginorsök ríkisfangsleysis er eyður í lögum um ríkisfang. Í öllum löndum eru lög sem kveða á um undir hvaða kringumstæðum hver öðlist ríkisfang eða missi það. Ef þessi lög eru ekki skrifuð af varkárni og réttilega beitt er hægt að útiloka fólk og gera það ríkisfangslaust. Dæmi um það er forsjárlaus börn í landi þar sem ríkisfangs er krafist á grundvelli uppruna foreldra. Til allrar hamingju viðurkenna flest ríki ríkisfang þeirra sem þar finnast.
2. Fleira getur flækt málin þegar fólk flyst frá þeim löndum sem þau fæddust í. Barn sem fæðist í erlendu landi getur átt hættu á að verða ríkisfangslaust ef viðkomandi land veitir ekki ríkisfang eingöngu á grundvelli fæðingar og ef upprunaland samþykkir ekki að veita ríkisfang í gegnum foreldri. Auk þess geta reglurnar sem ákvarða hver öðlist ríkisfangsrétt mismunað. Lög innan 27 landa heimila ekki að ríkisfang gangi frá konu til barna hennar á meðan önnur lönd veita eingöngu fólki af ákveðnum uppruna ríkisfang.
3. Önnur mikilvæg ástæða er tilkoma nýrra ríkja og landamærabreytingar. Í mörgum tilfellum getur ákveðinn hópur þannig verið án ríkisfangs og jafnvel þegar ný ríki veita öllum ríkisfang, eru ákveðnir hópar oft í vandræðum með að sanna tengsl sín við landið vegna uppruna eða trúarskoðana. Í löndum þar sem einungis er hægt að öðlast ríkisfang vegna uppruna gengur ríkisfangsleysið í erfðir.
4. Að lokum getur ríkisfangsleysi einnig orsakast af missi eða sviptingu ríkisfangs. Í sumum löndum geta borgarar misst ríkisfang vegna þess að þeir hafi búið erlendis í langan tíma. Ríki geta einnig svipt borgara ríkisfangi með lagabreytingum og þar með gert fjölda fólks ríkisfangslaust á grundvelli uppruna.
Tengdar fréttir og frásagnir
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna fagnar ákvörðun Íslands um að taka þátt í alþjóðlegum aðgerðum til að binda enda á ríkisfangsleysi
UNHCR, Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, fagnar aðild Íslands að samningum Sameinuðu þjóðanna um ríkisfangsleysi sem eru helstu alþjóðlega sáttmálarnir til að sporna gegn ríkisfangsleysi. „Við fögnum aðild Íslands, sem færir heiminn skrefi nær því að binda enda á...
Umsögn um íslenskt lagafrumvarp frá UNHCR
UNHCR, Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, hefur lagt til umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga. Athugsemdir Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna eru aðgengilegar á ensku í heild sinni...
Kortlagning ríkisfangsleysis á Íslandi
Fulltrúi Flóttamannastofnunarinnar fyrir Norðurlönd og Eystrasaltslönd hefur undanfarin ár kortlagt ríkisfangsleysi á öllum Norðurlöndunum með það að markmiði að vekja athygli á ríkisfangsleysi og auka skilning á stöðu ríkisfangslausra. Auk þess hefur markmiðið verið...