Fleiri en fjórar milljónir Úkraínumanna hafa nú flúið land undan innrás Rússa. UNHCR, Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna, segir að nú hafi rúmar fjórar milljónir og nítján þúsund flúið Úkraínu til nágrannaríkjanna frá því Rússar réðust inn í landið 24.febrúar. Rúmlega 2.3 milljónir hafa leitað hælis í Póllandi.
Þá hafa 6.5 milljónir flúið heimili sín og eru á vergangi innan landamæra ríkisins. Sameinuðu þjóðirnar og samstarfsaðilar þeirra hafa komið 900 þúsund manns til hjálpar í Úkraínu með lífsnauðsynlegri aðstoð frá 24.febrúar.
Bílalest Sameinuðu þjóðanna undir forystu Mannúðarmálstjórans í Úkraínu, Osnat Lubrani, er komin til Kharkiv í norður Úkraínu, sem barit hefur verið um. Flutningabílarnir komu matvælum, hjúkrúnargögnum og öðrum nauðsynjum til þúsunda manna.
Úkraínski Rauði krossinn sér um að dreifa gögnunum til þeirra samfélaga sem minnst mega sín í borginni og úthverfum hennar.
Nú hefur tekist að safna andvirði 505 milljónum Bandaríkjadala til hjálparstarfs í Úkraínu. Það er 44% af þeirri upphæð (1.1 milljarður dala), sem talin er nauðynleg til að koma bágstöddum Úkraínubúum til hjálpar.
Sex þekktir knattspyrnumenn og konur hvetja almenning til að léta fé af hendi rakna í þágu flóttamanna og annara bágstaddra Úkraínumanna. Myllumarki átaksins er #Football4Ukraine því er ætlað að safna fé fyrir Úkraínuhjálp Flóttamanastofnunarinnar (UNCHR) og Matvælastofnunarinnar (WFP).
Leikmennirnir sem leika í Englandi, Þýskalandi og Frakklandi hafa komið fram í myndbandi, sem dreift er á samfélagsmiðlum.
Sum þeirra þekkja af eigin reynslu að vera flóttamenn, þar á meðal Alphonso Davies(Bayern München) og Mahmoud Dahoud (Borussia Dortmund) og markvörður Everton Asmir Begovic. Auk þeirra hafa haft forgöngu Lucy Bronze knattspyrnukona ársins 2020 (Manchester City), Ada Hegerberg (Lyon) og Juan Mata (Manchester United).
Upplýsingar um hvernig má styðja Úkraínumenn í neyð má finna hér.
This story was first published on the website of UNRIC and can be found here.
Deila á Facebook Deila á Twitter