Fjöldi flóttamanna á heimsvísu fer yfir 50 milljónir í fyrsta sinn síðan í síðari heimsstyrjöldinni
Samkvæmt skýrslu sem Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna birtir í dag hefur fjöldi þeirra sem eru á flótta vegna átaka í heiminum farið yfir 50 milljónir í fyrsta skiptið síðan í síðari heimsstyrjöldinni.
Jean-Baptiste flúði til Lýðveldisins Kongó eftir að hafa snúið aftur til þorpsins síns, Moungoumba, frá Bangui. Hann var viss um að það væri verið að fylgjast með honum. Hann fann skjól í Libenge með fjölskyldu frá Kongó, og beið þess að kona hans og börn kæmu til sín.
Samkvæmt skýrslu sem Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna birtir í dag hefur fjöldi þeirra sem eru á flótta vegna átaka í heiminum farið yfir 50 milljónir í fyrsta skiptið síðan í síðari heimsstyrjöldinni.
Skýrslan fjallar um þróun flóttamannastraums á heimsvísu og byggir á upplýsingum Flóttamannastofnunar, opnberra aðila og frjálsra félagasamtaka um allan heim. Þar kemur fram að fjöldi þeirra sem neyddir hafa verið á flótta í árslok 2013 hafði náð 51.2 milljónum sem er aukning um 6 milljónir frá árslokum 2012 er fjöldinn var 45,2 milljónir.
Ein megin orsök þessarar hækkunar er flóttamannastraumurinn vegna borgarastyrjaldarinnar í Sýrlandi sem valdið hefur því að 2,5 milljónir manna eru flóttamenn og 6,5 milljónir eru á flótta innan landamæra Sýrlands. Önnur svæði þar sem fjöldi fólks hefur lagst á flótta eru einnig í Afríku einkum í Mið Afríkulýðveldinu og undir lok ársins 2013 í Suður-Súdan.
„Við horfumst í augu við þann mikla kostnað sem hlýst af því að binda ekki endi á styrjaldir og að geta ekki komið í veg fyrir átök“ segir António Gurerres Flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna. „Friður á í dag undir högg að sækja. Mannúðarsamtök geta veitt aðstoð upp að vissu marki en brýnt er að finna pólitískar lausnir. Án pólitískra lausna munu þau skelfilgu átök og þjáningar sem endurspeglast í þessum tölum halda áfram.“
Sú staðreynd að á heimsvísu hafi 51,2 milljón manna verið neydd til að leggjast á flótta sýnir hversu margir þurfa á hjálp að halda og þau áhrif sem slíkt hefur, ekki einungis á erlenda styrktaraðila heldur einnig á þau lönd sem eiga landamæri að átakasvæðum og getu þessara næstu nágranna til að hýsa flóttafólk.
„Alþjóðasamfélagið þarf að leysa innbyrgðis ágreining og leysa átökin í Suður-Súdan, Sýrlandi, Mið-Afríkulýðveldinu og víðar. Óhefðbundnir styrktaraðilar þurfa að fá aukið vægi og vinna samhliða hefðbundnum styrktaraðilum. Það eru jafn margir á flótta vegna átaka í dag og allir íbúar í miðlungs stórum löndum eins og Kólumbíu, Spáni, Suður-Afríku eða Suður-Kóreu.“ segir Guterres.
Flóttamenn
Gögnin í skýrslunni um þróunn flóttamannastraums á heimsvísu (e: Global Trends report) ná til þriggja hópa: flóttamanna, hælisleitenda og fólks á flótta innan eigin landamæra. Af þeim eru 16,7 milljónir skilgreindir sem flóttamenn og eru 11,7 milljónir þeirra á skrá hjá Flóttamannastofnun og systrarstofnun okkar Palestínuflóttamannaaðstoðarinnar (UNRAW). Eru þetta hæstu tölur sem Flóttamannastofnun hefur séð frá árinu 2001. Þar að auki hefur stór hluti þessa hóps, eða um 6,1 milljón, verið í útlegð í meira en 5 ár.
Fjölmennustu hóparnir undir verndarvæng Flóttamannastofnunar eru Afganir, Sýrlendingar og Sómalir sem samanlagt eru helmingur allra flóttamanna heimsins. Þau lönd sem tóku við flestum flóttamönnum eru Pakistan, Íran og Líbanon.
Þegar litið er til heimssvæða er flóttamannavandinn hvað mestur í Asíu og Kyrrahafinu þar sem yfir 3,5 milljónir flóttamanna eru, þar næst kemur Afríka sunnan Sahara með 2,9 milljónir flóttamanna og Miðausturlönd og Norður-Afríka með 2,6 milljónir flóttamanna.
Hælisleitendur
Til viðbótar við fjölda flóttamanna árið 2013 voru hælisleitendur 1,1 milljón, meirihluti þeirra sótti um hæli í iðnríkjum (í Þýskalandi voru flestar hælisumsóknir lagðar fram þegar litið er til einstakra ríkja). Aldrei hafa fleiri umsóknir verið lagðar fram frá fyldarlausum börnum en þær voru 25.300. Þá sóttu 64.300 Sýrlendingar um hæli, fleiri en af nokkru öðru þjóðerni. Næstir komu hælisleitendur frá Austur-Kongó (60.400) og Myanmar (57.400)
Fólk á flótta innan eigin landamæra
Fjöldi þeirra sem var á flótta innan eigin landamæra var 33,3 milljónir manna sem gerir mestu fjölgun á þeim straumum sem mældir eru í skýrslunni. Fyrir Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og önnur mannúðarsamtök hefur það verið áskorun að hjálpa þessum hópi sem oft á tíðum er fastur innan átakasvæða, þar sem erfitt er að koma að aðstoð og þar sem verndarákvæði alþjóðlegra laga hafa ekki verið virt.
Einstaklingsmiðaðar lausnir
Hluti af starfi Flóttamannastofnunar er að finna varanlegar lausnir fyrir það fólk sem neyðst hefur til að leggjast á flótta vegna átaka. Þar sem það hefur verið mögulegt hefur lausnin legið í að hjálpa þeim sem vilja snúa sjálfviljugir aftur til upprunaríkis en aðrar lausnir hafa falist í aðlögun að samfélaginu sem flóttamennirnir eru staddir í eða í fluttningi til þriðja ríkis og aðlögun þar. Árið 2013 voru fáir sem sáu sér fært að snúa aftur til upprunaríkis og er fjöldinn sá fjórði lægsti á síðastliðnum aldarfjórðungi, aðeins 414.600 manns. 98.400 flóttamönn voru fluttir til þriðja ríkis og fóru þeir til 21 lands. Gögn um alögun flóttafólks og hversu margir sem voru á flótta innan eigin landamæra snéru aftur heim voru ekki aðgengileg en þó eru til skráningar er varða 1,4 milljón manna í síðarnefnda hópnum sem snéru aftur heim fyrir tilstuðlan verkefna stofnunarinnar.
Ríkisfangsleysi
Ríkisfanslausir standa utanvið tölfræðina um þá 51,2 milljónir manna sem neyddir hafa verið til að flýgja heimili sín (m.a. vegna þess að ríkisfangsleysi tengist ekki sjálfkrafa því að vera á flótta). Það reynist erfitt að henda reiður á nákvæman fjölda þeirra sem eru ríkisfangslausir m.a. vegna þess að bæði Flóttamannastofnun og ríkisstjórnir eiga erfitt með að skrá þá sem eru ríkisfangs- og/eða skilríkjalausir. Við það bætist að sum ríki taka ekki saman tölulegar upplýsingar um þá sem ekki eru ríkisborgarar í þeirra eigin ríki. Árið 2013 skráðu skrifstofur Flóttamannastofnunar um heim allan tæplega 3,5 milljónir ríkisfangslausra manna sem þó eru talin vera aðeins þriðjungur þess fjölda sem er án ríkisfangs á heimsvísu.
Deila á Facebook Deila á Twitter