Ísland hefur aukið framlög sín til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) til þess að bregðast við afleiðingum átakanna í Sýrlandi og sýnir um leið samstöðu með flóttafólki og þeim sem flúið hafa heimili sín vegna átakanna í landinu. Framlagið, að upphæð 2.4 milljóna USD, er það stærsta sem íslensk stjórnvöld hafa nokkru sinni veitt til UNHCR. Framlagið verður nýtt til að styðja við flóttamenn innan landamæra Sýrlands en einnig til stuðnings við flóttamenn sem hafast við í flóttamannabúðum í helstu nágrannaríkjum Sýrlands.
Frá árinu 2001 námu heildarframlög íslenskra stjórnvalda til UNHCR um USD 4 milljónum. Árið 2015 veittu Íslensk stjórnvöld USD 600,000 til UNHCR til aðstoðar við flóttamenn frá Sýrlandi. Með þessu aukna framlagi er Ísland í fimmta sæti yfir stærstu stuðningsaðila UNHCR á árinu 2016, ef miðað er við fólksfjölda, og leggur þar með sitt að mörkum til að mæta gríðaralegri aukningu á þörf fyrir mannúðaraðstoð í heiminum.
Þegar átökin hófust í Sýrlandi var fólksfjöldi landsins rúmar 20 milljónir. Fimm árum síðar hafa 4,8 milljónir íbúanna flúið til helstu nágrannalanda Sýrlands. Þá er áætlað að aðrar 6,6 milljónir manna hafa flúið heimili sín og séu á vergangi innan landamæra Sýrlands. Frá því 2011 er áætlað að um 1200 Sýrlendingar á dag hafi neyðst til þess að flýja heimili sín.
Hala, 11 ára sýrlensk stúlka, og fimm systkini hennar, eru meðal þeirra milljóna flóttamanna sem hafa neyðst þess að flýja heimili sín í Sýrlandi. Hala og bræður hennar voru að leika sér í garði fjölskyldu sinnar þegar loftárás hófst í nágrenni þeirra. Loftárásin varð móður þeirra að bana þegar sprengju var varpað á húsið þeirra.
“Ég var að leika mér úti þegar húsið okkar hrundi. Ég sá fólk bera móður mína út”
Hala, 11 ára, Sýrlensk stúlka sem að hefur fengið hæli í Líbanon.
Systkinin flúðu til Líbanon þar sem þau eiga nú athvarf í flóttamannabúðum í Bekaa dalnum í austurhluta Líbanon. Systkynin, sem sáu föður sinn síðast á lífi í Sýrlandi, telja hann nú af.
“Pabbi sagði að það væri öruggast fyrir okkur að flýgja til Líbanon. Við höfum ekki heyrt frá honum síðan.”
Hala, 11, Sýrlensk stúlka sem að hefur fengið hæli í Líbanon
Saga fjölskyldunnar undirstrikar mikilvægi þess að geta veitt börnum sem hafa þurft að flýja heimili sín nægjanlega vernd, sem er eitt af forgangsmálum UNHCR. UNHCR vinnur að því að tryggja aðgengi barna á flótta að menntun, m.a. með því að sjá fyrir aðstöðu til skólahalds, auðvelda aðgengi að heilbrigðisþjónustu og vernda börn gegn ofbeldi.
Framlag Íslands til UNHCR sýnir samstöðu með flóttamönnum líkt og Hölu og systkinum hennar, sem og með nágrannalöndum Sýrlands sem taka daglega á móti nýjum flóttamönnum frá Sýrlandi.
Til þess að lesa meira um störf UNHCR og samstarfsaðila okkar í Sýrlandi og í nágrannalöndum Sýrlands:
Fréttatilkynning frá Utanríkisráðuneytinu
Deila á Facebook Deila á Twitter