Yfir 3,5 milljónir flóttabarna á aldrinum 5 til 17 ára hafa ekki fengið tækifæri til að sækja skóla á síðasta skólaári,segir UNHCR, Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, í skýrslu sem birt var í dag.
Yfir 3,5 milljónir flóttabarna á aldrinum 5 til 17 ára hafa ekki fengið tækifæri til að sækja skóla á síðasta skólaári, segir UNHCR, Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, í skýrslu sem birt var í dag.
Þar á meðal eru um 1,5 milljón flóttabarna sem fara ekki í grunnskóla og 2 milljónir flóttaunglinga sem eru ekki í framhaldsskóla, segir í skýrslunni.
„Af þeim 17,2 milljónum flóttamanna sem UNHCR hefur umsjón með er helmingurinn börn,“ sagði Filippo Grandi, flóttamannafulltrúi SÞ. „Menntun þessa unga fólks er lykilforsenda friðsamlegrar og sjálfbærrar þróunar landanna sem hafa tekið á móti þeim sem og heimalanda þeirra þegar þau geta snúið aftur. En í samanburði við önnur börn og unglinga á heimsvísu verður munurinn á tækifærum þeirra og flóttamanna sífellt meiri.“
Skýrslan, „Skilin eftir: Menntun flóttafólks í kreppu“, ber heimilidir UNHCR og tölfræði um menntun flóttafólks saman við gögn frá UNESCO, Sameinuðu þjóðunum menntastofnunum og vísinda- og menningarstofnunum, um innritun í skóla á heimsvísu. 91 prósent barna í heiminum ganga í grunnskóla. Meðal flóttafólks er þessi tala mun lægri, aðeins 61 prósentu og í lágtekjulöndum er hún innan við 50 prósent.
Þegar börn flóttafólks eldast aukast hindranirnar: aðeins 23% flóttaunglinga eru skráðir í framhaldsskóla, samanborið við 84% á heimsvísu. Í lágtekjulöndum geta aðeins 9% flóttamanna farið í framhaldsskóla.
Á háskólastigi er ástandið alvarlegt. Á heimsvísu er skráning á háskólastigi 36%. Hjá flóttafólki kemst hlutfallið ekki upp fyrir 1 prósent, þrátt fyrir mikla aukningu í heildarfjölda vegna fjárfestinga í styrkjum og öðrum aðgerðum.
Alþjóðasamfélagið mun ekki ná markmiðum sínum um sjálfbæra þróun – 17 markmiðum sem miða að því að umbreyta heiminum fyrir árið 2030 – ef ekkert er gert til að snúa þessari þróun við. Markmið fjögur, „Tryggja gæða menntun fyrir alla og stuðla að símenntun“, mun ekki nást án þess að uppfylla menntunarþarfir viðkvæmra hópa, þar á meðal flóttafólks og veglauss fólks. Og grafið verður undan mörgum öðrum þróunarmarkmiðum sem snúast um heilbrigði, velmegun, jafnrétti og frið ef menntun er vanrækt.
Í skýrslunni er þess krafist að menntun sé talin grunnatriði í viðbrögðum við neyðarástandi flóttafólks og að hún sé studd með langtímaáætlunum og öruggri fjármögnun. Hún hvetur ríkisstjórnir veita flóttafólki aðgang að menntakerfum sínum því það séu skilvirkustu, réttlátustu og sjálfbærustu viðbrögðin, og vekur athygli á nokkrum mikilvægum tilraunum til að framfylgja slíkri stefnu – jafnvel í löndum þar sem auðlindir eru þegar af skornum skammti.
Niðurstöðurnar undirstrika enn frekar mikilvægi góðrar kennslu og þeirra innlendu og alþjóðlegu stuðningskerfa sem þarf til að viðhaldahalda þjálfun, hvata og getu kennara til að hafa jákvæð áhrif í erfiðustu skólastofum í heimi. Fjölmargar persónulegar sögur í skýrslunni sýna að á meðan flóttafólk þráir að mennta sig – meðvitað um hvaða áhrif hún getur haft á líf þess – eru of fáir kennarar, kennslustofur, kennslubækur og leiðir til stuðnings til að mæta svo mikilli eftirspurn.
Þetta er önnur ársskýrslan um menntamál frá UNHCR. Sú fyrsta, „Að missa af“, var var gefin út í tenglsum við leiðtogafund allsherjarþings SÞ um flóttamenn og farandfólk í september síðastliðnum. New York-yfirlýsingin um flóttamenn og farandfólk sem undirrituð var af 193 löndum, setti menntun á oddinn í alþjóðlegum viðbrögðum.
„Þrátt fyrir mikinn stuðning við New York-yfirlýsinguna er flóttafólk, einu ári seinna, í raunverulegri hættu á að vera skilið eftir hvað varðar menntun,“ sagði Grandi. „Að tryggja að flóttamenn hafi sanngjarnan aðgang að gæða menntun er á ábyrgð okkar allra. Það er kominn tími að fara frá orðum til athafna.“
Skýrsla UNHCR hefur leitt í ljós að skólasókn flóttabarna á grunnskólastigi jókst á síðasta skólaári úr 50% í 61%, sem að miklu leyti er vegna bættrar stefnu og fjárfestingar í menntun fyrir sýrlenskt flóttafólk, auk komu flóttabarna til Evrópu þar sem skólaskylda er. Á sama tíma stóð skólasókn á framhaldsskólastigi í stað, en færri en einn af hverjum fjórum flóttaunglingum gekk í skóla.
Verulegar hindranir eru áfram, aðallega vegna þess að næstum einn af hverjum þremur flóttamönnum býr í lágtekjulandi. Þeir eru ólíklegastir til að fara í skóla – sex sinnum ólíklegri en börn á heimsvísu. Löndin sem hýsa þá, og eiga oft þegar í erfiðleikum með að finna leið til að fræða sín eigin börn, horfast í augu við það viðbótarverkefni að finna skólapláss, þjálfaða og hæfa kennara og viðeigandi námsefni fyrir tugi eða jafnvel hundruð þúsunda aðkomumanna sem oft tala ekki málið sem kennt er á og hafa oft misst af um fjögurra ára námi.
„Árangurinn sem sést við innritun sýrlensku flóttabarnana sýnir greinilega að hægt er að snúa við þessari kreppu í menntun flóttabarna,“ sagði Grandi. „En sorglega lág innritun í skóla hjá flóttabörnum sem búa á lágtekjusvæðum undirstrikar þörfina á að fjárfesta í þessum oft gleymdu móttökulöndum.“
Fjölmiðlatenglar og efni:Vefútgáfu skýrslunnar er að finna á http://www.unhcr.org/left-behind
Nánari upplýsingar um þetta efni – þ.m.t. tengiliði fjölmiðla, PDF-útgáfu og tengdar myndir, myndskeið, upplýsingagröf og hreyfigröf – má finna á http://www.unhcr.org/left-behind-media
Associate Communication Officer | Spokesperson for Denmark, Finland, Iceland, Norway and Sweden
Office: +46 (0)8 457 4874
Mobile: +46 (0)709 16 57 19
Deila á Facebook Deila á Twitter