Heildarfjöldi fólks á flótta var 120 milljónir manna í maí 2024; átök í Súdan, í Gaza og Mjanmar hafa ollið nýjum fólksflótta og krefjast tafarlausra lausna.
GENF – Þvingaður fólksflótti náði sögulegum hæðum um allan heim á síðasta ári, sem er einnig raunin á þessu ári, samkvæmt ársskýrslu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, um almenna þróunþvingaðs fólksflótta 2024.
Aukning á heildarfjölda á þvinguðum fólksflótta – 120 milljón manns í maí 2024 – var tólfta árlega aukningin í röð og endurspeglar bæði ný og breytileg átök sem og skort á lausnum í langvarandi átökum. Fjöldi fólks sem stökkt hefur verið á flótta er sambærilegur og tólfta fjölmennasta land heims, eða á stærð við Japan.
Mikilvægur þáttur sem aukið hefur fjölda fólks á flótta hafa verið hrikaleg átök í Súdan: síðan í apríl 2023 hafa fleiri en 7,1 milljón nýir fólksflóttar verið skráðir í landinu, að auki hafa 1,9 milljónir flúið landið. Í lok árs 2023 höfðu alls 10,8 milljónir Súdana verið hraktir frá heimilum sínum. Í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og Mjanmar voru milljónir veglaus innan eigin lands á síðasta ári vegna grimmilegra átaka. Palestínu-flóttamannahjálpin áætlar að í lok síðasta árs hafi allt að 1,7 milljónir manna (75 prósent af íbúafjölda) verið neyddir á flótta á Gaza-ströndinni vegna hörmulegra átaka, sumir flóttamenn frá Palestínu hafa flúið mörgum sinnum. Ástandið í Sýrland er enn það sem valdið hefur fjölmennasta fólksflótta heims, þar sem 13,8 milljónir íbúa landsins hafa neyðst til að flýja heimkynni sín.
„Á bak við þessar sláandi og vaxandi tölur liggja óteljandi mannlegar harmsögur. Sú þjáning verður að knýja alþjóðasamfélagið til tafarlausra aðgerða til að taka á grunnorsökum þvingaðra fólksflutninga,“ sagði Filippo Grandi, flóttamannafulltrúi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. „Það er kominn tími til að stríðandi fylkingar virði grundvallarstríðslög og alþjóðalög. Staðreyndin er sú að án betri samvinnu og samstilltra aðgerða til að taka á átökum, mannréttindabrotum og loftslagsvánni, mun fjöldi fólks á flótta halda áfram að aukast, valda eymd á ný og valda kostnaðarsömum mannúðaraðgerðum.“
Stærsta aukningin í tölum um fólksflótta varðar fólk sem er vegalaust innan eigin lands, sem eru 68,3 milljónir manna samkvæmt gögnum Internal Displacement Monitoring Centre – aukning sem samsvarar næstum 50 prósentum á fimm árum.
Fjöldi flóttafólks og annarra sem þarfnast alþjóðlegrar verndar, jókst í 43,4 milljónir manna þegar þeir sem falla undir umboð Flóttamannstofnunar Sameinuðu Þjóðana og Palestínu-flóttamannahjálparinnar eru meðtaldir. Mikill meirihluti flóttafólks er að finna í nágrannalöndum landsins sem þau flúðu, 75 prósent fá vernd í lág- og millitekjulöndum sem saman framleiða minna en 20 prósent af heimsframleiðslu.
Skýrslan sýnir að um allan heim snéru meira en 5 milljónir fólks sem voru á vergangi í heimalöndum sínum og 1 milljón flóttafólks aftur heim árið 2023. Þessar tölur sýna nokkurn árangur í átt að varanlegum lausnum. Jákvætt er að endurbúseta jókst í næstum 160 þúsund árið 2023.
„Flóttafólk – og samfélögin sem taka á móti þeim – þurfa samstöðu og hjálparhönd. Þau geta lagt sitt af mörkum til samfélagsins og gera það, þegar þau fá að taka þátt“ bætti Grandi við. „Jafnframt sneru milljónir einstaklinga aftur heim á síðasta ári, sem er mikilvæg vonarglæta. Lausnir eru til staðar – við höfum séð lönd eins og Kenía vera leiðandi í aðlögun flóttafólks – en það þarf raunverulega skuldbindingu.“
Skýrslan kom einnig fram með nýja greiningu á loftslagsvánni og hvernig hún hefur sífellt og ójafnt haft áhrif á þvingaðan fólksflótta.
Í ljósi þeirra miklu áskoranna sem 120 milljónir fólks á flótta standa frammi fyrir, samkvæmt ársskýrslunni, heldur Flóttamannastofnun Sameinuðu Þjóðanna áfram í þeirri viðleitni að koma með nýjar aðferðir og lausnir til að hjálpa fólki sem neyðst hefur til að flýja heimili sín, hvar sem þau eru.
LOKIÐ
Deila á Facebook Deila á Twitter